Réttlát verkaskipting á heimilum er eilífðarverkefni. Eitt af því sem vill gleymast er það sem kallað er „Þriðja vaktin“; sem felst í að hafa yfirsýn, bera ábyrgð á og skipuleggja fjölskyldulífið, hafa samskipti við skóla og aðra aðila.
VR vildi vekja athygli á þessari hugrænu byrði og á hverjum hún lendir og við ákváðum að gera tilraun: að hóa saman nokkrum unglingum og spyrja þá um hver sinnir hinum ýmsu verkefnum sem heyra undir þriðju vaktina. Útkoman talar sínu máli og hefur nú þegar vakið sterk viðbrögð og umræður, þegar þau sem horfa á myndböndin máta svör krakkanna við sína upplifun.
Þessi vitundarvakning er rétt að byrja, næstu skref eru í undirbúningi. Hver sinnir þriðju vaktinni á þínu heimili?