Fyrir Hönnunarmars tókum við þátt í frábæru samstarfi Icelandair og Stúdíó Fléttu. Það var tekinn smá snúningur á eldri einkennisfatnaði Icelandair og úr urðu þessar sérlega flottu töskur. Tilefnið var uppfærsla á einkennisfatnaðinum og í anda nútímans var ákveðið að leita leiða til að endurnýta efnið í eldri fatnaðinum.
Vöruhönnuðirnir Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir hjá Stúdíó Fléttu voru fengnar til verkefnsisins og útkoman var töskulínan „Snúningur“.
Snúningur var kynntur á Hönnunarmars og í anda verkefnisins byggði framsetningin á endurvinnslu. Við snerum upp á eldra letur Icelandair í fallegri gluggaútstillingu sem vísaði þannig í nálgun Birtu Rósar og Hrefnu í hönnun töskulínunnar.