Snjallmælar

Framtíðin er snjöll

Veitur eru að hefja risavaxið verkefni: að skipta út öllum orkumælum fyrir nýja snjallmæla hjá viðskiptavinum sínum. Verkefnið mun taka nokkur ár og á þeim tíma þarf að heimsækja hvert einasta íbúðarhús á starfssvæði Veitna. Til að allt gangi smurt þarf kynningarefni sem skapar meðvitund og velvilja gagnvart verkefninu.

Við ákváðum að leggja áherslu á helsta kost þess að fá snjallmæla í stað gömlu mælanna: að þurfa ekki að lesa af, en snjallmælarnir senda notkunarupplýsingar beint til Veitna. Við hugsuðum okkur aðstæður þar sem orkumælalestur er settur í samhengi við skemmtilegri form lesturs. Með tilkomu snjallmælanna getum við einbeitt okkur að yndislestri sem aldrei fyrr.

Kvikmynduðu auglýsingarnar draga fram meginkost snjallmælanna, og skapa þannig jákvæðni gagnvart því að taka vel á móti starfsfólki sem sér um mælaskiptin.