Fasteignafélagið Reitir leggur ríka áherslu á að finna viðskiptavinum sínum húsnæði sem hentar. Þegar kemur að skrifstofuhúsnæði og öðru atvinnuhúsnæði þarf það að uppfylla ólíkar þarfir, sem jafnframt þróast og breytast með tímanum. Húsnæði skilgreinir ímynd fyrirtækisins, það hefur áhrif á hvernig bæði starfsfólk og viðskipavinir sjá fyrirtækið.
Til að tjá þetta hugsuðum við um staðhæfingar á borð við „Húsnæði er lykilstarfsmaður“, „Húsnæði er yfirlýsing“, „Húsnæði þarf að vera sveigjanlegt“. Við hugsuðum um fólk á þessum vinnustöðum og hvernig það nýtur sín í umhverfinu, jafnvel þannig að við sjáum ekki strax að það sé í vinnunni. Við fengum Ara Magg með okkur í lið til að mynda vel valin húsnæði og fólkið í rýminu.