Hvernig á að blása Íslendingum baráttuanda í brjóst þegar Covid-þreytan herjar að sem aldrei fyrr? Hvernig á að hvetja fólk áfram í langhlaupi sem enginn veit almennilega hvenær lýkur? Það var verkefnið sem við stóðum frammi fyrir að leysa með Almannavörnum fyrir stuttu.
Niðustaðan var þetta hvatningarmyndband sem bendir á það sem við vitum öll: Ef við Íslendingar erum góð í einhverju þá er það að redda hlutunum í krefjandi aðstæðum. Reyndar má segja að auglýsingin sé sjálf dæmi um þetta, því hún var unnin á mettíma miðað við umfang, að ógleymdum skorðunum sem kófið setur svona verkefnum. Rúnar Ingi Einarsson leikstýrði ásamt Álfheiði Kjartansdóttur. Norður framleiddi.