Ný ásýnd Icelandair fór í loftið árið 2022 og hluti af þeirri endurmörkun var nýr myndastíll og fersk ný litapalletta. Við fengum síðan það skemmtilega verkefni að fríska upp á matseðlana um borð í flugvélum Icelandair og þá komu nýju litirnir að góðum notum.
Við lékum okkur með ljós, skugga og áferðir til að draga fram ólíkar árstíðir og tilfinningar í ljósmyndunum og létum formfræði og stíliseringu haldast í hendur við þann ljósmyndaheim sem við mótuðum fyrir stúdíómyndir Icelandair af einkennisfatnaði og starfsfólki.
Útkoman er svo girnileg að maður gæti hreinlega borðað hana.