Við komum þér heim
Fyrsta jólaauglýsing Icelandair síðan 2017 var framleidd í kjölfarið af einu snúnasta ári í sögu félagsins. Það var því tímabært að segja sögu sem gæti fyllt Íslendinga stolti og minnt á kjarna flugfélagsins – að sýna heiminum hvað býr í íslenska andanum.
Auglýsingin er byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað í Amsterdam þann 17. desember 2010, þegar flugmaður og flugstjóri Icelandair ákváðu að láta ekkert stöðva sig í að koma farþegunum sínum heim.
Sagan okkar hefst þó mun fyrr, eða á Akureyri á 9. áratugnum. Við sjáum hvernig flugmaðurinn á sínum æskuárum lætur til sín taka, börnum bæjarins til góða.
Hann byggir svo á þeirri reynslu á fullorðinsárum þegar snjókoma ógnar ferðaáætlunum farþega rétt fyrir jólin.
Við erum sérstaklega stolt af útkomunni – og úrkomunni sem okkur tókst að skapa – og hlökkum til næstu áskorunar.