Ítalía norðursins

Herferðin okkar fyrir Mozzarella ostinn frá MS byggir á tvöföldum uppruna vörunnar. Mozzarella er ítölsk sköpun og snar þáttur í hinni rómuðu suðrænu matargerð. Osturinn okkar er síðan framleiddur í Skagafirði, sem er bæði þekktur sem blómlegt landbúnaðarhérað og fyrir metnaðarfulla innlenda ostagerð.

 

Veisluborð utandyra í glampandi sól og með grænu umhverfi hefur skýra tilvísun í hið ljúfa ítalska líf þar sem stórfjölskylda og vinir njóta þess að borða og gleðjast saman. Þessi gleðistund er rækilega staðsett í birkilundi í íslenskri sveit, nánar tiltekið í Skagafirði, þar sem fjöllin ramma inn iðagræn tún og heyrúllurnar minna á safaríkar og mjallahvítar ostakúlurnar í fjölbreyttum réttunum.