Icelandair tengir landsfjórðungana saman með léttu og lipru innanlandsflugi. Okkar verkefni var að fanga kosti þess að fljúga um landið þvert og endilangt í stað þess að keyra – eða ekki fara neitt. Við lögðum því upp í langferð og fórum á alla áfangastaði Icelandair innanlands: Akureyri, Egilsstaði, Ísafjörð og síðast en ekki síst Reykjavík.
Við vildum ná bæði til Íslendinga og erlendra markhópa og því mikilvægt að gera bæði náttúru og menningu einhver skil. Ólíkir markhópar vilja sjá ólíkar svipmyndir og þess vegna má sjá feðgin, vinkonur, sjálfstæðan hjólreiðamann og vinahóp í skemmtilegum aðstæðum vítt og breitt um landið.
Reynir Lyngdal leikstýrði og Snorri Helgason gerði tónlistina.