Félagsmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun settu á stofn nýjan ráðningarstyrk til að spyrna við auknu atvinnuleysi í samfélaginu.
Í herferðinni vildum við vekja athygli bæði mögulegra vinnuveitenda og atvinnuleitenda á átakinu með áberandi og litríku myndefni.
Herferðin sýnir ljósmyndir af ungu fólki sem getur verið atvinnurekendur eða starfsmenn í mismunandi atvinnurekstri. Heimur atvinnulífsins er teiknaður á litríkan hátt og vakti þannig athygli fólks sem annars hefði kannski ekki vitað af þessu nýja úrræði.