Við fengum það skemmtilega verkefni að búa til umgjörð (platform) fyrir Íslandsbanka-appið. Þar gátum við búið til sérstaka veröld fyrir appið sem fléttar saman eiginleika og áherslur þjónustunnar: hagkvæmni, sjálfbærni og fjölbreytni.
Við gerðum fimm auglýsingar fyrir fimm mismunandi aðgerðir í appinu: kolefnissporið, hlutabréf, sjóði, kreditkort og fyrstu vinnuna. Í herferðinni vildum við sýna að Íslandsbanki er meðvitaður um að fólk sé mismunandi og hafi ólíkar þarfir; hann sýnir því skilning og býður upp á þjónustu sem hentar hverjum og einum. Í auglýsingunum sjáum við fjölbreyttan hóp einstaklinga sem öll nýta sér þjónustu appsins á sinn hátt því hún hentar þeirra einstaka lífsstíl. Bankinn er þannig valdeflandi lausn í lífi þeirra. Lokaskilaboð skilgreina svo þátt góðrar þjónustu í hverri sögu fyrir sig.
Leikstjórn: Magnús Leifsson
Framleiðsla: Republik