Við fengum þá hugmynd að bjóða fjölskyldum í æsispennandi ferðalag um heiminn með borðspilinu Flandur og klandur. Spilið er hannað í kringum leiðarkerfi Icelandair, brand-litir eru ríkjandi og fjörugur teiknistíllinn ýtir undir leik og ímyndunarafl.
Icelandair gaf spilið á fjölskyldudögum á Íslandi, Grænlandi og í Danmörku, á Around the Corner kynningarviðburðinum í Boston og birtu einnig sem opnu í Morgunblaðinu í aðdraganda jóla. Markmiðið var að minna á að samvera er alltaf besta gjöfin, sem skapar bestu minningarnar, hvort sem þær eiga sér stað við spilaborðið heima eða í ævintýraferð á framandi slóðum.