Eyrna­tappar og Nasi borar

Jarðborinn Nasi var við framkvæmdir á borholu Veitna við Bolholt 5 í um 6 vikur í 12 tíma á hverjum degi, með tilheyrandi raski og hávaða.

Markmiðið var að minnka óþægindin eins og mögulegt var með því að bjóða fólki í nágrenninu upp á eyrnatappa. Jafnframt að upplýsa fólk um framkvæmdirnar, tilgang þeirra og hversu lengi þær stæðu yfir, þannig að skilningur væri á ónæðinu sem fylgdi þessum framkvæmdum.