Einfaldari tjóns­tilkynningar

Það finnst auðvitað engum gott að þurfa að tilkynna tjón, og hvað nákvæmlega er tjón? Og hverjum er það að kenna, og skiptir það máli? Útkoman voru nokkrar smásögur af árekstrum Halla við lífið og tilveruna og hvað það getur verið erfitt að segja frá þeim. Og örugglega betra að gera það á netinu.

Smásvindlarinn sem Hallgrímur Ólafsson skapaði fyrir Vörð á golfvellinum síðasta sumar var bara of góð týpa til að hann fengi ekki framhaldslíf. Svo þegar kom að því að segja frá því hvað það er einfalt og þægilegt að tilkynna tjón á netinu þá fórum við að spá í hvað golfarinn knái myndi gera þegar eitthvað kæmi upp á sem mögulega þyrfti að tilkynna.