Yngstu farþegarnir hafa alltaf skipt Icelandair miklu máli. Við fengum það verkefni að endurhugsa afþreyingarefni fyrir börnin um borð, sem væri umhverfisvænna, kostnaðarminna og umfangsminna og auðvitað – skemmtilegra!
Við settum höfuðið í bleyti og úr varð töfraveröld í boxi – mataraskja sem er í senn glædd töfrum hulduheimum Íslands. Vættir og álfar fléttast saman við norðurljós og náttúru og börnin fá að leysa þrautir, leika leiki, lýsa upp veröldina og skemmta sér við sköpun.