Ertu þú með miðilshæfileika?

Samfélagsmiðlaséní

Við leitum að samfélagsmiðlasérfræðingi með fullt af reynslu, innsæi og þekkingu á miðlunum, hvernig þeir virka og hvert þeir stefna. Verkefnin snúast um ráðgjöf og stefnumótun, uppsetningu og eftirfylgni herferða, daglega umsjón, túlkun markaðsrannsókna, mælingar og fræðslu um nýjungar.

Hvíta húsið er framsækin og rótgróin auglýsingastofa með langa sögu og áform um að eiga glæsta framtíð. Við erum jafnlaunavottuð og Fyrirtæki ársins hjá VR. Hjá okkur ríkir frábær starfsandi, metnaður og fagmennska.

Láttu í þér heyra. Þú sækir um starfið á alfred.is.starf@hvitahusid.is

Vörumerki Hvíta hússins